top of page

TÍMI TIL AÐ
SKIPTA UM ELDSNEYTI!

Aspen vörur eru betri fyrir fólk, vélar og umhverfið. Eða eins og við kjósum að orða það: ELDSNEYTI FYRIR FÓLK SEM HUGSAR VEL UM SIG OG AÐRA.

Fáðu fullkomna skilvirkni frá hvaða vél sem er; sláttuvélinni,rafstöðinni,laufblásaranum, vélsöginni, bátamótornum, skellinöðrunni eða fjórhjólinu.

OG SKIPTU YFIR Í BETRA ELDSNEYTI

aspen_hero.png

ASPEN 2 & 4

SKIPTU YFIR Í ELDSNEYTI SEM ER BETRA
FYRIR ÞIG, VÉLINA ÞÍNA OG UMHVERFIÐ.

ASPEN 2 HENTAR FYRIR

ASPEN 4 HENTAR FYRIR

goutham-krishna-h5wvMCdOV3w-unsplash.jpg

OG SKIPTU YFIR Í BETRA ELDSNEYTI

ASPEN 2 & 4

Þróað í samvinnu við atvinnunotendur, sem leiðir til lágmarks áhrifa á umhverfið og talsvert betra umhverfisáhrifa fyrir notendur.

Laust, að mestu leiti, við hættuleg efni svo sem benzene og arómatísk kolvetni.

Hreinna eldsneyti minnkar til muna kolvetnis leyfar sem setjast á vélina, sem leiðir til
betri og skilvirkari vinnslu. Það verður auðveldari að koma vélinni í gang, og eldsneytið geymist til lengri tíma.

Tilbúið blandað eldsneyti fyrir tvígengisvélar.

ASPEN 2 NOTKUN

ASPEN 4 USES

Aspen 2 alkylate eldsneyti forblandað með 2% lífbrjótanlegri tvígengisolíu, hentar fyrir vélsagir, hjólsagir, greinaklippur, skellinöðrur, garðklippur, vélskera og aðrar tvígengis vélar á landi.

Olían í Aspen 2 hefur verið sérvalin og þróuð fyrir framtíðina. Hún er gerð að öllu úr gerfiefnum, með 60% endurnýjanlegum efnum, er lífbrjótanleg (meira en 80% eftir 28 daga) og laus við bæði ösku og leysiefni.

Olían skilar sér í mun hreinni vél og hefur yfir að búa hámarks smurningu fyrir öll hitastig vélarinnar.

OG SKIPTU YFIR Í BETRA ELDSNEYTI

Eldsneyti fyrir fjórgengisvélar.

ASPEN 4 NOTKUN

Aspen 4 alkylate eldsneyti án olíu.
Hentar fyrir sláttuvélar, snjóblásara,jarðvegsþjöppur,báta,rafstöðvar og bara öll tæki sem nota fjórgengis bensín.
Venjulegt eldsneyti inniheldur ethanól, sem dregur í sig raka og getur valdið vélartruflunum.

Aspen alkylate eldsneyti inniheldur ekkert ethanól, sem gerir það að tilvölnum kosti fyrir vélar á sjó.


 

OG SKIPTU YFIR Í BETRA ELDSNEYTI

  • Hver er munurinn á Aspen 2 og Aspen 4?
    Aspen 2 inniheldur 50:1 blöndu af hágæða tvígengis olíu og hentar vel fyrir vélar eins og keðjusagir, hekkklippur og aðrar loftkældar 2-gengis vélar. Aspen 4 er alkýlat bensín án viðbættrar olíu og hentar vel í sláttuvélar og aðrar fjórgengis vélar. Það er líka frábært eldsneyti fyrir útilegu ofna og annað slíkt.
  • Getur alkýlat bensín skaðað vélina þína?
    Nei, þvert á móti! Alkýlat bensín heldur vélinni þinni hreinni og veitir betri gangvörn, betri afköst og lengri endingartíma. Í samanburði við dælueldsneyti helst Aspen Alkylate Bensín ferskt í mörg ár án þess að skemmast, sem þýðir að það er óhætt að skilja það eftir í vélinni þinni eftir notkun og hún fer mun auðveldari í gang eftir langan geymslutíma. Margir vélaframleiðendur mæla nú með því að vélar þeirra séu eingöngu keyrðar á alkýlatbensíni.
  • Ef alkýlat bensín er svona gott, hvers vegna keyrum við þá ekki bílana okkar á því?
    Alkýlat bensín hentar flestum litlum bensínknúnum vélum eins og sláttuvélum, hekkklippum, keðjusögum og mótorhjólum. Bílar myndu ganga fyrir alkýlatbensíni, en það væri sóun þar sem nútíma mengunarstaðlar eru miklir og þýðir það að nútímabílar eru nú þegar með skilvirk og háþróuð mengunarvarnarkerfi. Í litlum vélum, þar sem útblástursvörn og hvarfakútar hafa ekki náð eins langt og í nútímabílum, er ávinningurinn mun meiri á notkun Aspen á þeim vélum.
bottom of page